Gröfutækni ehf á Flúðum átti lægsta tilboðið í jarðvinnu og undibúning lóðar fyrir nýbyggingu RARIK við Larsenstræti 4 á Selfossi.
Tilboð Gröfutækni hljóðaði upp á 31,9 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 41,2 milljónir króna.
Fögrusteinar buðu 32,1 milljón króna, Verk og tækni ehf 32,8 milljónir, Karína ehf 33,6 milljónir, Borgarverk 34,5 milljónir, Mjölnir 34,7 milljónir, Dráttarbílar vélaleiga 37,2 milljónir, Þjótandi 37,9 milljónir SS verktakar 54 milljónir, Línuborun 62,1 milljón og Garðasmíði ehf 72 milljónir króna.
Enginn verktakanna var viðstaddur opnun vegna takmarkanna gesta í hús RARIK og voru tilboðin því opnuð í fjarfundi á Teams.
Um er að ræða jarðvegsskipti undir nýbyggingu Rarik við Larsenstræti 4 á Selfossi, uppfyllingu undir sökkla og botnplötu og fyllingu vegna lóðaframkvæmda.
Verkinu á að vera lokið þann 1. mars næstkomandi.