Gröfutækni ehf á Flúðum átti lægsta tilboðið í gatnagerð í Larsenstræti á Selfossi en tilboð í verkið voru opnuð í gær.
Um er að ræða gerð á tveimur botnlöngum út úr núverandi götu auk veitulagna. Verkinu á að vera lokið þann 26. júlí næstkomandi.
Tilboð Gröfutækni hljóðaði upp á tæpar 70 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins var tæplega 91,9 milljónir króna.
Önnur tilboð sem bárust voru frá Fögrusteinum ehf 82,2 milljónir, Borgarverki 83,1 milljón, Smávélum ehf 85,1 milljón, Aðalleið ehf 88,2 milljónir, Gleipni 93,7 milljónir, E.Gíslason ehf. 96,1 milljón, Ólafsvöllum ehf. 99,1 milljón og Ausu ehf 115,6 milljónir króna.