Í vikunni barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda um að við Arnberg á Selfossi væri maður á bifreið sem stolið var í Reykjavík nokkrum dögum áður.
Tilkynnandi fylgdi bifreiðinni eftir en missti sjónar af henni fljótlega. Lögreglumenn fundu bifreiðina mannlausa skömmu síðar í íbúðargötu.
Leit að ökumanninum bar ekki árangur en hins vegar var stuttu síðar maður á gangi á Austurvegi sem talið var að gæti tengst málinu.
Hann var handtekinn en neitaði að hafa verið á bifreiðinni en hins vegar framvísaði hann fíkniefnum sem hann hafði í fórum sér.