Grunnskólarnir í Bláskógabyggð, Bláskógaskóli í Reykholti og Bláskógaskóli á Laugarvatni, munu útvega öllum sínum nemendum námsgögn í vetur.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu.
Þau námsgögn sem um ræðir eru: ritföng, stílabækur, möppur ofl. Þar með hefur Bláskógabyggð bæst í hóp þeirra fjölmörgu sveitarfélaga sem kosta námsgögn sinna grunnskólanema.
Að sögn Helga Kjartanssonar, oddvita, er áætlaður kostnaður um 150 þúsund krónur fyrir báða grunnskólana í Bláskógabyggð.