„Grunnskylda samfélaga að skapa öruggt umhverfi“

Björt framtíð í Árborg vill koma á framfæri ánægju með þá ákvörðun sveitarfélagsins að undirbúa hugsanlega móttöku flóttafólks.

Í ályktun frá Bjartri framtíð í Árborg er jafnframt hvatt til skjótra vinnubragða þar sem neyðin er brýn og þessi málefni þola enga bið.

„Grunnskylda samfélaga er að skapa öruggt umhverfi og nauðsynlegt að horfa á það í stærra samhengi. Sagan hefur sýnt að tímabundin aðstoð og eða stuðningur skilar sér margfalt til baka í samfélagið.

Björt framtíð telur mikilvægt að reynt verði að stuðla að samvinnu milli nærliggjandi sveitarfélaga til að veita flóttafólki sem bestu möguleikana á öruggu umhverfi og góðum lífsskilyrðum, enda sé það samfélagsleg ábyrgð okkar allra að huga að þeim sem minna mega sín.

Björt Framtíð í Árborg hvetur sveitarfélagið til að hraða ferlinu eins og kostur er og kalla nágranna okkar að borðinu. Samtakamáttur sveitarfélaga á Suðurlandi er mikill og saman getum við lyft grettistaki í málefnum flóttafólks,“ segir í ályktuninni.

Fyrri greinÁrborg tekur jákvætt í móttöku flóttafólks
Næsta greinEkki öll nótt úti enn hjá Árborg