Skömmu fyrir klukkan 14 í dag barst lögreglunni tilkynning um meðvitundarlausan mann í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu.
Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang. Hinn látni er karlmaður á fertugsaldri.
Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglan á Suðurlandi fer með forræði rannsóknar í málinu og nýtur meðal annars stuðnings frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Rannsókn málsins er á frumstigi og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.