Grunur um salmonellu í kjúklingi

Reykjagarður.

Í reglubundnu eftirliti í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hafi greinst í kjúklingahópi hjá Reykjagarði hf.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 001-20-33-1-02. Hann er ýmist seldur undir vöruheitinu Holta, Kjörfugl eða Krónu kjúklingur og er bæði um að ræða heilan fugl, bringur, lundir og bita.

Vörunni var dreift í Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kf.Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin og Hlíðakaup.

Í samræmi við gæðastefnu framleiðanda og verklagsreglur, hefur dreifing afurða verið stöðvuð og innköllun hafist. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Í tilkynningu frá Reykjagarði segir að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur.

Fyrri greinViltu starfa í slökkviliði?
Næsta greinJón Guðni til Brann