Grunur um smit í Vallaskóla

Vallaskóli á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Grunur leikur á að tvö börn í Vallaskóla á Selfossi séu smituð af COVID-19, en þau eru annars vegar í 2. bekk og hins vegar í 4. bekk skólans.

Guðbjartur Ólason, skólastjóri, sendi foreldrum barna í 2. og 4. bekk tilkynningu um þetta í kvöld og eru þessar bekkjardeildir komnar í úrvinnslusóttkví ásamt öllu heimilisfólki.

„Enn er ekki um staðfest smit að ræða en til að gæta fyllsta öryggis og varúðar eru börn í 2. og 4. bekk í úrvinnslusóttkví í allt að tvo daga á meðan unnið er að frekari smitrakningu í skólanum. Allt heimilisfólk er einnig beðið um að vera heima á meðan úrvinnslusóttkví stendur,“ segir Guðbjartur.

Fyrri greinSmit á leikskólanum Álfheimum
Næsta greinÖll börn á tveimur deildum í sóttkví