Guðbjörg áfram formaður BSSL

Guðbjörg Jónsdóttir verður áfram formaður Búnaðarsambands Suðurlands en aðalfundur sambandsins fór fram í síðustu viku.

Ragnar M. Lárusson var kjörinn varaformaður og Jón Jónsson ritari. Meðstjórnendur eru Erlendur Ingvarsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Egill Sigurðsson gaf ekki kost á sér til setu í stjórn og kemur Erlendur nýr inn í hans stað.

Á fundinum virtist ríkja mikil sátt um rekstur sambandsins og voru menn ánægðir með stöðu þess.

Á fundinum fór fram kjör fulltrúa til Búnaðarþings og þar urðu þau tíðindi að fimm nýir fulltrúar voru kjörnir. Þeir eru Guðbjörg Jónsdóttir Læk, Guðrún Stefánsdóttir Hlíðarendakoti, Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi, Oddný Steina Valsdóttir Butru, Ólafur Þ. Gunnarsson Giljum, Stefán Geirsson Gerðum og Þórir Jónsson Selalæk.

Fyrri greinFrábær árangur hjá Þóru í Skotlandi
Næsta greinAftur brotist inn í Bjarnabúð