Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Guðbjörgu Arnardóttur í embætti sóknarprests og séra Ninnu Sif Svavarsdóttur í embætti prests í Selfossprestakalli.
Frestur til að sækja um embættin rann út 19. maí sl. Alls sóttu tíu umsækjendur um embættin tvö. Embættin veitast frá 1. ágúst nk.
Sr. Guðbjörg hefur verið sóknarprestur í Odda undanfarin ár en Ninna Sif hefur starfað sem æskulýðsprestur í Selfosskirkju.