Guðmundur Freyr ráðinn skólastjóri

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að leita samninga við Guðmund Frey Sveinsson um stöðu skólastjóra Flóaskóla.

Fjórar umsóknir bárust í stöðuna sem auglýst var 6. apríl sl. Fræðslunefnd Flóahrepps fjallaði um umsóknirnar og mælti með að Guðmundur Freyr yrði ráðinn sem skólastjóri.

Guðmundur hefur starfað sem skólastjóri Flóaskóla síðasta árið á meðan Kristín Sigurðardóttir var í launalausu leyfi. Hún sagði starfi sínu síðan lausu í vor.

Áður en Guðmundur kom til starfa í Flóaskóla var hann aðstoðarskólastjóri í Vatnsendaskóla. Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ, með uppeldis- og kennsluréttindi frá KHÍ og MPA í opinberri stjórnsýslu.

Fyrri greinVeglegur styrkur til kvennaliðsins
Næsta greinNotkunarmöguleikar Landeyjahafnar óviðunandi