Guðmundur Ingi Gunnlaugsson varð í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra en Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sem einnig sóttist eftir 1. sæti varð annar.
Anna María Kristjánsdóttir varð í 3. sæti og Ingvar Pétur Guðbjörnsson fjórði. Hann sóttist eftir 2. sæti.
Metþátttaka var í prófkjörinu en alls kusu 396 manns samanborið við 297 árið 2006. Alls voru 512 á kjörskrá þannig að þátttakan í prófkjörinu var 77%. Auð eða ógild atkvæði voru 14. Gild atkvæði voru 382.
Úrslitin í prófkjörinu urðu þessi:
1. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson með 202 atkvæði í 1. sæti.
2. Þorgils Torfi Jónsson með 152 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Anna María Kristjánsdóttir með 213 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Ingvar Pétur Guðbjörnsson með 204 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Katrín Sigurðardóttir með 206 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Sigríður Th. Kristinsdóttir með 246 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Ómar Diðriksson með 279 atkvæði í 1.-7. sæti.
Niðurstaðan er bindandi í öll sæti.
Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili og gáfu sitjandi fulltrúar allir kost á sér, nema Helga Fjóla Guðnadóttir. Hinir eru Þorgils Torfi, Ingvar Pétur og Sigurbjartur Pálsson, sem ekki hlaut brautargengi í prófkjörinu í dag en hann sóttist eftir 2. sæti.