Guðjón tilnefndur sem Framúrskarandi ungur Íslendingur

Guðjón Reykdal Óskarsson. Ljósmynd/Aðsend

Selfyssingurinn Guðjón Reykdal Óskarsson hefur verið tilnefndur sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Guðjón er doktor í mannerfðafræði og hefur meðal annars rannsakað sinn eigin sjúkdóm, Duchenne vöðvarýrnun. Hann hefur tekið þátt í birtingu ýmissa fræðigreina í mannerfðafræði. Einnig hélt hann úti hlaðvarpsþættinum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjölluðu á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi.

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið síðan árið 2002.

Tíu ungir Íslendingar eru tilnefndir til verðlaunanna en forseti Íslands mun afhenda þau þann 4. desember næstkomandi.

Fyrri greinSjálfstæðisflokkurinn styður öflugan landbúnað í þágu þjóðar
Næsta greinHreinsunarstarfi lokið – Talsvert tjón í skólanum