Hin árlega lendingarkeppni, Pétursbikarinn, fór fram á Selfossflugvelli síðastliðið þriðjudagskvöld og tóku ellefu flugmenn þátt.
Guðlaugur A. Valsson á TF-MIN sigraði í keppninni með 67 refsistig, annar varð Steinar Guðjónsson á TF-118 með 85 refsistig og í þriðja sæti varð Óli Öder á TF-MET með 87 refsistig.
Stjórn Flugklúbbs Selfoss vill þakka þátttakendum og gestum fyrir komuna en verðlaunaafhending Pétursbikarsins verður á lokahófi klúbbsins seinna á árinu.