Alls brautskráðust 34 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn miðvikudag. Dúx skólans á haustönn 2022 er Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir frá Vindási á Rangárvöllum.
Flestir luku námi af opinni stúdentsprófslínu eða 22 en aðrir dreifðust nokkuð jafnt á milli náttúrugreina, félagsgreina, íþrótta, listsköpunar, hestabrautar, húsasmíði, rafvirkjunar og vélvirkjunar.
Meðlimir úr nýendurvöktum kór skólans tóku lagið og formaður skólanefndar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, flutti ræðu og afhenti viðurkenningar ásamt Veru Ósk Valgarðsdóttur formanni hollvarða skólans. Ræðu nýstúdents hélt Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Nánar er fjallað um brautskráninguna á Facebooksíðu FSu.