Stofnfundur Árnesingadeildar Miðflokksins var haldinn í gær, fimmtudaginn 21. mars á Hótel Selfossi.
Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að staða Miðflokksins sé sterk í Suðurkjördæmi sem sýnir sig í því að nú er fjórar öflugar deildir auk kjördæmastjórnar starfandi í kjördæminu og mikill áhugi er á stofnun fleiri deilda í kjördæminu.
Guðmundur Kr. Jónsson var kosinn formaður deildarinnar en auk hans eru í stjórn þau Ari Már Ólafsson, Ásdís Bjarnadóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Baldvin Nielsen. Varamenn eru Arnar Hlynur Ómarsson og Sólveig Guðjónsdóttir.
