Guðrún kosin formaður Sjálfstæðisflokksins

Guðrún og Hans Kristján bíða eftir úrslitunum á landsfundinum í dag. Að baki þeirra stendur Unnur Brá Konráðsdóttir, kosningastjóri Guðrúnar. sunnlenska.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er nýr formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, en úr­slit í for­manns­kjörinu voru kunngjörð á lands­fundi flokks­ins í Laug­ar­dals­höll nú eftir hádegi.

Andrúmsloftið í Laugardalshöllinni var rafmagnað enda kom í ljós að afar mjótt var á mununum á milli Guðrúnar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Alls greiddu 1862 at­kvæði á fund­in­um en fjög­ur at­kvæði voru ógild. Guðrún fékk 931 at­kvæði, eða 50,11 prósent, en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir 912 at­kvæði. Aðeins munaði 19 atkvæðum á þeim.

Guðrún þakkaði traustið í ræðu í kjölfar rífandi fagnaðarláta. „Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins. Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra,“ sagði Guðrún í ræðu sinni.

Fyrri greinUppfært í appelsínugula viðvörun
Næsta greinHöfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar opnaðar á Hvolsvelli