Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá hádegi á jóladag, til klukkan 18.
Gert er ráð fyrir suðvestan 15-23 m/sek og talsverðum éljagangi.
Búast má við snörpum vindhviðum í éljahryðjum sem getur skapað varasöm akstursskilyrði.
Fólk þarf því að hafa varann á hyggi það á ferðalög en viðvörunin gildir einnig fyrir höfuðborgarsvæðið og Vesturland.