Gul jólaviðvörun: Varasamt ferðaveður

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 20 á aðfangadagskvöld til klukkan 1 aðfaranótt annars í jólum.

Gert er ráð fyrir suðvestan 15-25 m/sek og dimmum éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hvassast verður í éljahryðjum og varasamt ferðaveður.

Gular viðvaranir hafa verið út sunnan- og vestanlands en í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að viðvaranastig gæti hækkað. Fólk er beðið um að fylgist vel með veðurspám og færð næstu daga.

Fyrri greinÞað koma alltaf aftur jól
Næsta greinAðalvinningurinn í jólahappdrættinu afhentur