Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á milli klukkan 6 og 15 á föstudag, þann 15. nóvember.
Gert er ráð fyrir norðvestan og vestan stormi með éljahryðjum, snörpum vindhviðum og lélegu skyggni.
Varasamt ferðaveður verður á meðan gula viðvörunin er í gildi og líklegt að færð spillist á fjallvegum.