Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi á milli klukkan 8 og 21 á hvítasunnudag.
Gert er ráð fyrir austan 15-23 m/sek, en hvassast verður í Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/sek, einkum undir Eyjafjöllum.
Varasamt verður að vera á ferðinni fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Á suðausturlandi gildir viðvörunin frá klukkan 10 til 23 og má reikna með 30 m/sek vindhviðum í Mýrdal og Öræfum.