Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland mánudaginn 3. febrúar á milli kl. 15 og 21.
Gert er ráð fyrir vestan 15-23 m/sek hríðarveðri, éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Á Suðausturlandi tekur gula viðvörunin gildi strax kl. 7 í fyrramálið. Þar verður sunnan hvassviðri með rigningu og varasömum vindi, 15-23 m/sek. Frá klukkan 16 og fram til kl. 23 verður stormur með snörpum vindhviðum, einkum í Mýrdal og við Öræfajökul.