Gul viðvörun á Suðurlandi – Appelsínugul vestan Öræfa

Það er ekki ráðlegt að vera á ferðinni með hjólhýsi við Suðurströndina á föstudag. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðbjörg H. Sigurdórsdóttir

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan 6 á föstudagsmorgun til klukkan 18 á föstudagskvöld.

Búist er við austan 15-20 m/sek austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Snarpar vindkviður, um og yfir 30 m/sek undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þetta getur skapað varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki með aftanívagna.

Appelsínugul viðvörun er í gildi í fyrramálið og til hádegis á suðausturlandi þar sem hvassast verður vestan Öræfa. Vindkviður verða undir Öræfajökli og við Reynisfjall svo að akstursskilyrði verða hættuleg þar, sérstaklega fyrir bíla sem draga aftanívagna.

Fyrri greinHátíðum á Suðurlandi aflýst
Næsta greinBoðflennur