Gul viðvörun á sunnudag

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 10 á sunnudagsmorgun til klukkan 19 á sunnudagskvöld.

Gert er ráð fyrir suðaustan 18-25 m/sek, og verður hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta orðið allt að 40 m/sek, t.d. undir Eyjafjöllum. Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Það verður rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og færð gæti spillst.

Fyrri greinÞór gaf eftir í lokin
Næsta grein„Skemmtilegt að búa til verk sem túlka kulda“