Gul viðvörun á Þorláksmessumorgun Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á milli klukkan 3 og 7 á Þorláksmessumorgun. Skil ganga yfir landið með stormi og úrkomu.
Gert er ráð fyrir suðaustan stormi, 15-23 m/sek með vindhviðum allt að 35 m/sek við fjöll og varasömu ferðaveðri.
Með morgninum mun rigna eða slydda og hiti verður 2-7°C. Eftir hádegi snýst í suðvestan 13-20 m/sek með skúrum og síðar éljum og kólnar.