Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland og Suðausturland frá klukkan 12 til 19 á þriðjudag.
Gert er ráð fyrir austan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum sem og við Öræfajökul.
Vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki og hættulegur fyrir þau sem taka á sig mikinn vind.