Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá klukkan 22 á þjóðhátíðardaginn.
Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 10 á laugardagsmorgun en búist er við norðvestan 13-20 m/sek þar sem hvassast verður undir Eyjafjöllunum og búast má við sterkum vindhviðum þar.
Á Suðausturlandi gildir viðvörunin lengur, til klukkan 19 á laugardagskvöld og má búast við varasömum aksturskilyrðum á köflum en reiknað er með hviðum um og yfir 30 m/sek.