Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á milli klukkan 4 og 9 á fimmtudagsmorgun.
Gert er ráð fyrir sunnan stormi 18-25 m/sek með snörpum vindhviðum og talsvert mikilli rigningu. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum.
Þá verður varasamt ferðaveður í þessum hvelli og má til dæmis búast við jöfnum vindi upp á 26 m/sek á Hellisheiði kl. 7 í fyrramálið.