Gul viðvörun: Austan stormur á mánudag

Björgunarsveitarfólk á Eyrarbakka festir niður bárujárnsplötur. Mynd úr safni sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 12 á hádegi á mánudag til klukkan 18.

Gert er ráð fyrir austan og suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek. Hvassast verður undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og með ströndinni vestur í Selvog með vindhviðum allt að 35-40 m/sek.

Varasamt er fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Fyrri grein„Ég var í öruggum höndum hjá þessum drengjum“
Næsta greinKlóra sér enn í kollinum vegna bilunar