Gul viðvörun: Austan stormur og snjókoma

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 11 í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir austan 18-25 m/sek undir Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu með mjög snörpum vindhviðum, en hægari vindur verður vestan Markarfljóts.

Einnig má búast við snjókomu eða skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Fyrri greinKostnaður við endurbætur um 100 milljónir króna
Næsta greinListasafnið í samstarfi við Musée D´Orsay