Gul viðvörun: Ekkert ferðaveður

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá kl. 4 á laugardagsmorgun til kl. 19 á laugardagskvöld.

Gert er ráð fyrir austan stormi eða roki, 23-28 m/sek í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og austur í Mýrdal. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, en staðbundið geta þær farið yfir 45 m/sek. 

Einnig er búist við snjókomu með lélegu skyggni og slæmum aktursskilyrðum, en rigningu eða slyddu á láglendi síðdegis. Ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi.

Vegagerðin reiknar með að vegum verði lokað undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit snemma í fyrramálið og að lokunin vari fram eftir degi.

Fyrri greinHeimili í sóttkví eða einangrun eiga ekki að flokka sorp
Næsta greinHeimsóknarbann á Ási