Gul viðvörun fram á sunnudagsmorgun

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá deginum í dag og fram á aðfaranótt sunnudags. Það hefur verið hvasst á Suðurlandi í morgun en eftir hádegi gengur í suðaustanstorm með vindhviðum undir Eyjafjöllum yfir 40 m/s.

Staðbundið má búast við meiri vindi á köflum en einnig eru svæði sem mun minni vindur er á.

Rigning verður á köflum og hlýtt, hiti allt að 10 stigum. Búast má við mikilli leysingu snjóa og vatnavöxtum á svæðinu. Óbrúaðar ár eru illfærar og varað er við ferðalögum á hálendið.

Fyrri grein„En glad svømmer er en god svømmer“
Næsta greinÞróunarverkefni um málþroska með áherslu á læsi