Gul viðvörun er í gildi um allt land og appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi. Á Suðurlandi gildir gula viðvörunin til klukkan 23 á þriðjudagkvöld.
Varasamt ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi, norðaustanátt með skafrenningi og snarpar vindhviður við fjöll. Reikna má með samgöngutruflunum á meðan viðvörunin er í gildi.
Á Suðausturlandi er í gildi appelsínugul viðvörun til klukkan 9 á þriðjudagsmorgun, þá tekur við gul viðvörun sem gildir til klukkan 6 á miðvikudagsmorgun. Hvassast verður í Öræfum en austast á svæðinu má búast við snjókomu með slæmu skyggni. Ekkert ferðaveður er á meðan appelsínugula viðvörunin er í gildi og slæmt ferðaveður verður á Suðausturlandi á þriðjudag.