Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, sem gildir frá kl. 18 á sunnudag til kl. 10 á mánudagsmorgun.
Spáð er hvassri suðaustanátt eða stormi, 15-23 m/sek, en vindhviður geta farið yfir 30 m/sek við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir stór ökutæki og hyggilegt að ganga frá lausum munum þannig að þeir fjúki ekki.
Búist er við mikilli rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Auknar líkur eru á skriðuföllum og grjóthruni og talsverðri vosbúð til fjalla og slæmu útivistarveðri.
Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 20 á sunnudag til kl. 13 á mánudag. Vegna hárrar vatnsstöðu í kjölfar Skaftárhlaups má búast við að áhrif úrkomunnar verði meiri en ella á áhrifasvæði hlaupsins.
UPPFÆRT 12/9 KL. 10:01