Gul viðvörun: Hríðarveður og skafrenningur

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 14:00 á mánudag og fram að miðnætti.

Gert er ráð fyrir suðaustan hríð, 15-23 m/sek og snjókomu.

Búast má við skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum og færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 20 til 02 og verður aðeins minni vindur þar, 13-18 m/sek, skafrenningur og færð gæti spillst á fjallvegum.

Fyrri greinLokatölur: Flokkur fólksins stærstur
Næsta greinEnn hækkar í Ölfusá