Gul viðvörun í gildi

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 18 í dag, og á suðausturlandi til klukkan 15 í dag.

Gert er ráð fyrir 15-23 m/sek og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/sek, einkum undir Eyjafjöllum

Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og er fólk hvatt til að sýna aðgát.

Einnig er útlit fyrir talsverða rigningu á sunnanverðu landinu í kvöld og nótt.

Fyrri greinÍBV vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinBjarki Norðurlandameistari þriðja árið í röð