Gul viðvörun í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá klukkan 1 í nótt til klukkan 10 á laugardagsmorgun.

Gert er ráð fyrir austan og suðaustan stormi, 15-23 m/sek og hviður að 35 m/sek.

Hvassast verður syðst og austast og talsverð rigning á köflum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við þessar aðstæður.

Fyrri greinRangárþing ytra hafnar sameiningartillögu Skaftárhrepps
Næsta greinVilja fjölga bæjarfulltrúum úr níu í ellefu