Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 3 í nótt til kl. 20 annað kvöld.
Búist er við austan 15-20 m/sek undir Eyjafjöllum og snörpum vindhviðum á þeim slóðum, í kringum 30 m/sek.
Varasamt er fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni, sér í lagi ökutæki með aftanívagna.
Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 8 í fyrramálið, til kl. 17. VIndhraðinn verður austan 15-20 m/sek og snarpar vindhviður verða í Mýrdal og Öræfum.