Gul viðvörun í nótt og fyrramálið

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms undir Eyjafjöllum frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á laugardag.

Gert er ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormui, 18-23 m/sek og mjög snörpum vindhviðum. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Á suðausturlandi gildir viðvörunin til klukkan 16 á morgun og er gert ráð fyrir mjög snörpum vindhviðum, einkum í Mýrdal og í Öræfum.

Fyrri greinBikar á loft á Selfossi á morgun
Næsta greinMetfjöldi í Hrunaréttum