Gul viðvörun: Inn með garðhúsgögnin!

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 14 í dag og fram til kl. 22 í kvöld.

Gert er ráð fyrir suðvestan 18-23 m/sek og snörpum vindhviðum og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og líklega fer þá hver að verða síðastur að ganga frá garðhúsgögnunum eftir sumarið.

Fyrri greinNíu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang
Næsta greinKláraði áskorunina þrátt fyrir að vera veik af COVID