Gul viðvörun: Lægð á leiðinni

sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem tekur gildi síðdegis á morgun, mánudag.

Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi frá klukkan 16 til klukkan 3 aðfaranótt þriðjudags. Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek og ennþá hvassara á sumum stöðum. Snjókoma verður á köflum og jafnvel slydda eða rigning við ströndina. Búast má við talsverðum skafrenningi, einkum þar sem lítið blotnar í snjó.

Á Suðausturlandi er viðvörunin í gildi frá klukkan 20 á mánudagskvöld til klukkan 17, síðdegis á þriðjudag. Þar verður suðaustan stormur með slyddu eða snjókomu, en rigning við ströndina.

Fyrri greinTyghter með þrefalda tvennu
Næsta grein„Hefðum átt að skora meira“