Gul viðvörun: Öflug lægð á leiðinni

sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 21 á miðvikudagskvöld, til klukkan 4 á fimmtudagsmorgun.

Spáð er suðaustan hvassviðri á Suðurlandi á morgun með rigningu eða slyddu á láglendi, en bætir enn frekar í vind annað kvöld þegar öflug lægð nálgast landið.

Á miðvikudagskvöld og fram á aðfaranótt fimmtudags má búast við suðaustan 20-28 m/sek og verður hvassast með suðurströndinni, auk þess sem búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Fyrri greinGullverk bauð lægst í fráveitu á Laugarvatni
Næsta greinSend strax heim á fyrsta kennsludegi ársins