Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og er hún í gildi frá kl. 6 á fimmtudagsmorgun, til kl. 17 síðdegis.
Spáð er suðvestan stormi eða roki og hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/sek og éljagangi, hvassast við ströndina.
Takmarkað eða lélegt skyggni verður í éljum og versnandi akstursskilyrði svo að búast má við afmörkuðum samgöngutruflunum og lokunum á vegum, líklegast á Hellisheiði.
Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum.