Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá miðnætti í kvöld, til klukkan 15 á morgun, fimmtudag.
Gert er ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangi, með vindhraða á bilinu 18-23 m/s.
Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Líkur eru á samgöngutruflunum og lokunum á vegum, einkum á fjallvegum.