Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurausturland frá kl. 1 í nótt til kl. 14 á morgun.
Búist er við norðvestan 18-25 m/s austan Öræfa með vindhviðum allt að 40 m/sek og er fólki bent á að tryggja lausamuni.
Slæmt ferðaveður verður á þessum slóðum og er fólki bent á að flýta för í dag eða seinka á morgun.
Á miðvikudagskvöld er síðan gul viðvörun fyrir Suðurland sem gildir fram á nótt. Þar gengur í vestan 8-15 m/sek með snjókomu en síðar slyddu og rigningu á láglendi. Búast má við hríðarveðri og varhugaverðum ferðaskilyrðum á fjallvegum, svo sem á Hellisheiði og Reynisfjalli.