Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá kl. 10 á mánudag til kl. 15 á þriðjudag. Gert er ráð fyrir hvassri suðaustanátt og snörpum vindhviðum við fjöll.
Veðurstofan spáir suðaustan og austan hvassviðri eða stormi við ströndina, 18-25 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum.
Ferðir ökutækja sem taka á sig mikinn vind geta verið varasamar í slíkum aðstæðum og fólk er hvatt til að sýna aðgát.