Gul viðvörun: Snjóstormur undir Eyjafjöllum

sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá klukkan 22 í kvöld og til klukkan 23:59 á þriðjudagskvöld.

Gert er ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/sek og snjókomu undir Eyjafjöllum, en hægari vindur verður annars staðar á Suðurlandi.

Búast má við snörpum vindhviðum, sumsstaðar yfir 35 m/sek, og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Á suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 22:59 á þriðjudagskvöld. Snjókoma verður vestan Öræfa og má búast við snörpum vindhviðum, sumsstaðar yfir 35 m/s , og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum.

Fyrri greinEitt gull og tvö silfur á landsmóti í loftskammbyssu
Næsta greinStéttafélagið bauð lægst í viðbyggingu grunnskólans