Gul viðvörun: Sterkar hviður undir Eyjafjöllum

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og fleiri landshluta sem gildir á morgun, laugardaginn 4. apríl, frá morgni til kvölds.

Gert er ráð fyrir 15-25 m/sek og hviðum allt að 40 m/sek undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og við Lómagnúp. Hvassast verður frá hádegi og fram á kvöld.

Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni. Einnig eru líkur á skafrenningi með takmörkuðu skyggni og versnandi færð.

Fyrri grein„Getum kannski lagt þessari fjandans veiru og gleymt okkur í trylltum dansi“
Næsta greinAppelsínugul viðvörun fyrir allt landið