Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og fleiri landshluta sem gildir á morgun, laugardaginn 4. apríl, frá morgni til kvölds.
Gert er ráð fyrir 15-25 m/sek og hviðum allt að 40 m/sek undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og við Lómagnúp. Hvassast verður frá hádegi og fram á kvöld.
Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni. Einnig eru líkur á skafrenningi með takmörkuðu skyggni og versnandi færð.