Gul viðvörun: Stormur á föstudaginn langa

sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland á milli kl. 14 og 18:30 á föstudaginn langa.

Gert er ráð fyrir suðaustan 15.-25 m/sek og vindhviðum yfir 30 m/sek. Hvassast verður við ströndina og varasamt ferðaveður, segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Fyrri greinMessað í ML og Bítlarnir með í anda
Næsta greinHamarsmenn komnir í bílstjórasætið