Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 23:00 á föstudagskvöld til kl. 7 á laugardagsmorgun.
Gert er ráð fyrir 13-23 m/sek og hviðum yfir 35 m/sek. Hvassast verður og mesta úrkoman undir Eyjafjöllum.
Búast má við snjókomu eða slyddu á láglendi með lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.
Á Suðausturlandi gildir viðvörunun frá kl. 22 á föstudagskvöld til kl. 8 á laugardagsmorgun. Þar verður hvassast og mesta úrkoman í Öræfum.